Hrísgrjónaréttur (úr Gott og gagnlegt 2)
Hráefni:
- 1 dl hrísgrjón
- 2 dl vatn
- 1 tsk matarolía
- ¼ tsk salt
- 1 msk ólífuolía
- ¼ tsk karrí
- 30 g hvítkál
- ¼ paprika
- 1 meðalstór gulrót
- ¼ meðalstór laukur
- ½ dl rúsínur
- 2 sneiðar skinka
Aðferð:
- Setjið hrísgrjón, vatn, matarolíu og salt í pott ogkomið suðunni upp.
- Slökkvið undir pottinum en látið hann bíða á heitri hellunni í 15 mínútur.
- Skolið, hreinsið og skerið grænmetið niður, athugið að það má eins rífa gulrótina niður á rifjárni.
- Skolið rúsínurnar á sigti og skerið skinkuna í litla bita.
- Hitið olíu og karrí á pönnu.
- Steikið grænmeti og rúsínur við vægan hita í 3–5 mínútur.
- Bætið þá skinku og soðnum hrísgrjónum saman við.
Borið fram með brauði og salati.