Hrærð brún terta (alltaf vinsæl)

Hráefni:

  • 250 g smjörlíki
  • 400 g púðursykur
  • 4 stk egg
  • 500 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk natron
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk kakó
  • 1 ½ dl mjólk

    Krem:

  • 600 g smjör
  • 900 g flórsykur
  • 2 eggjarauður
  • 2-3 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjörlíki og púðursykurinn mjög vel í hrærivél.
  2. Bætið einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli.
  3. Sigtið þurrefnin saman við og þynnið með mjólkinni. Hrærið eins lítið og hægt er að komast af með, þannig að deigið verði samfellt.
  4. Skiptið deiginu í 4 hluta og setjið á velsmurðar bökunarplötur. Breiðið það jafnt yfir plöturnar með góðum spaða.
  5. Bakið við 180-200° C, þar til er kominn góður bökunarlitur.
  6. Losið strax af plötunni og látið á sykurstráðan pappír. Það þarf að snúa neðstu plötunni. Kælið vel áður en kremið er sett á.
  7. Smyrjið kreminu jafnt á og leggið næsta ofan á og síðan hvert lagið af öðru. Sumum finnst gott að smyrja sultu á eitt lagið, annað hvort yfir smjörkremið eða að hafa aðeins sultu á einu laginu. Þetta fer auðvitað eftir smekk hvers og eins.

    Krem:

  8. Hrærið lint smjörið og flórsykurinn vel.
  9. Vætið í með eggjarauðunum og vanilludropunum og hrærið vel.

Þetta er gömul uppskrift sem passar vel á gömlu Rafha plöturnar.

Ég myndi baka 1 ½ uppskrift fyrir 4ra laga köku sem bökuð væri á stærri plötum, sem passa í nýja ofna.

Gott er að leyfa kökunni að bíða og brjóta sig áður en hún er skorin í stykki.