Hnútar (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • ¾ dl mjólk
  • ¾ dl heitt vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 2 msk sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 2 msk matarolía
  • 1 lítið egg
  • 1 msk hveitiklíð
  • 4–5 dl hveiti
  • mjólk til að pensla með og 2–3 msk kanelsykur í fyllingu

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C.
  2. Setjið allt í skál, nema 1 dl af hveitinu og hrærið vel saman.
  3. Stráið hveiti yfir og látið deigið hefast á volgum stað ef tími er til.
  4. Hrærið deigið og hnoðið, ef til vill þarf að bæta við hveiti.
  5. Fletjið deigið út í ferhyrning, örlítið aflangan og penslið með mjólk og stráið kanelsykri yfir.
    Brjótið deigið inn á við frá báðum langhliðum, þannig að það verði þrefalt.
  6. Skerið deigið niður í ræmur, um 1 1/2 cm breiðar. Gott er að nota kleinujárn eða pítsuskera.
    Hnýtið hverja deigræmu í hnút og setjið á ofnplötu með pappír.
  7. Munið eftir að hafa gott bil á milli því að hnútarnir stækka í ofninum.
  8. Setjið hnútana inn í 50 °C heitan ofninn í 8 mínútur, hækkið svo hitann í 200 °C og bakið áfram í um það bil 15 mínútur.
    Eða látið lyftast við yl í 15 mínútur og setjið síðan í 200 °C heitan ofn og bakið í 12–15 mínútur.