Hnoðuð brún terta frá Ásdísi Ágústsdóttur (mjög bragðgóð)
Hráefni:
- 1½ kg hveiti
- 900 g púðursykur
- 6 tsk matarsódi
- 9 tsk negull
- 10 tsk kanill
- 8 tsk engifer
- 900 g smjör(líki)
- 6-7 egg
Krem:
- 600 g smjör
- 900 g flórsykur
- 2 eggjarauður
- 2-3 tsk vanilludropar
- Sulta
Aðferð:
- Blandið öllum þurrefnum saman á borð og myljið kalt smjörið saman við.
- Búið til holu í miðjuna og vætið í með eggjunum og hnoðið öllu vel saman.
- Skiptið deiginu í sex hluta, hveiti stráið deigið og fletjið jafnt út á velsmurðar bökunarplötur.
- Bakið við 180 °C blástur í 13–15 mínútur eða þar til er kominn góður bökunarlitur.
- Losið strax af plötunni og látið á sykurstráðan pappír. Það þarf að snúa neðstu plötunni. Kælið vel áður en kremið er sett á.
- Smyrjið kreminu jafnt á og leggið næsta ofaná og síðan hvert lagið af öðru. Sumum finnst gott að smyrja sultu á eitt lagið, annað hvort yfir smjörkremið eða að hafa aðeins sultu á einu laginu. Þetta fer auðvitað eftir smekk hvers og eins.
Krem:
- Hrærið lint smjörið og flórsykurinn vel.
- Vætið í með eggjarauðunum og vanilludropunum og hrærið vel.
Þetta er stór uppskrift. Nægileg á 6 plötur. Hægt að baka 1½ tertu úr þessu eða að búa til 6 laga tertu.
Mikilvægt að leyfa kökunni að bíða og brjóta sig áður en hún er skorin í stykki.
Mjög gott að láta vel undið rakt stykki yfir kökuna og síðan að geyma hana í vel lokuðum plastpoka yfir nótt.