Heitur brauðréttur frá Gróu

Hráefni:

  • 6 brauðsneiðar
  • 1 stk camenbert ostur
  • 1 peli rjómi
  • 6 sneiðar skinka
  • 1 lítil rauð paprika
  • 1 lítil græn paprika

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200°C.
  2. Smyrjið eldfast mót.
  3. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum, og setjið þær í eldfasta mótið.
  4. Skerið skinkuna í bita. Hreinsið papriku og brytjið smátt.
  5. Dreyfið yfir brauðið í mótinu.
  6. Skerið ostinn í bita , látið í pott ásamt rjómanum og hitið við vægan hita þangað til osturinn er bráðnaður. Hrærið oft í pottinum.
  7. Hellið blöndunni yfir í eldfasta mótið.
  8. Bakið í 15–20 mínútur.
Berið fram með rifsbejahlaupi.