Heit rabarbarkaka
Hráefni:
- Rabarbari hreinsaður og skorinn
- 200 g smjör
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli sykur
- 2 stór egg
- 1 msk kókosmjöl
- 1 tsk lyftiduft
- Örlítið raspað engifer (ef vill)
Aðferð:
- Hitið ofn að 180°C.
- Smyrjið stórt eldfast mót.
- Setjið rabarbarann í botninn á eldfasta mótinu.
- Bræðið smjörið í góðum potti og bætið þurrefnunum út í.Hrærið í og takið pottinn af hellunni.
- Bætið eggjunum og engifer út í og hrærið vel.
- Hellið yfir rabarbarann og bakið í u.þ.b. 30 mínútur.
Berið fram með þeyttum rjóma og /eða ís.