Heit eplakaka Snæfríðar Birkirótar

Hráefni:

  • 5-6 stór epli
  • 200 g hveiti
  • 200 g sykur
  • 200 g smjör
  • 1-2 dl rúsínur
  • 2 tsk kanill/kanilsykur
  • 1 dl salthnetur

Aðferð:

  1. Hitið ofn að 180°C.
  2. Smyrjið stórt eldfast mót.
  3. Skerið hýðið af eplunum, kjarnhreinsið, skerið í báta og látið í mótið.
  4. Myljið saman hveiti, sykur og smjör og dreyfið yfir eplin.
  5. Stráið kanil/kanilsykri yfir. Ef eplin eru súr þá er gott að láta kanilsykur.
  6. Dreyfið rúsínum og salthnetum yfir.
  7. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mínútur.
Berið fram með þeyttum rjóma og /eða ís.