Heilsubrauð Guðrúnar

Hráefni:

  • 7 dl hveiti
  • 1 dl hveitiklíð
  • 2 msk haframjöl
  • 2 msk lyftiduft
  • 2 msk sykur
  • 1 tsk salt
  • ¾ dl fjölkornablanda
  • ½ dl hörfræ
  • ¼ dl sólblómafræ
  • 2 ½ dl súrmjólk (léttsúrmjólk eða ABmjólk)
  • 2 ½ dl léttmjólk (fjörmjólk eða undanrenna)

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í hrærivélarskál.
  2. Bætið vökvanum út í og hrærið saman þar til deigið verður samfellt.
  3. Bakað í meðalstóru vel smurðu móti neðarlega í ofni við 150-160°C í 50-60 mín.
Stundum læt ég ekki allar tegundirnar af fræjunum, það fer eftir því hvað er til í eldhússkápnum hverju sinni.