Haustsúpa (úr Gott og Gagnlegt)
Hráefni:
- 6 dl vatn
- biti af lauk
- biti af blað-og rauðlauk
- biti af blaðsellerí
- 1 meðalstór kartafla
- 1 rófusneið
- 1 gulrót
- ¼ paprika
- 1 dl smátt saxað hvítkál
- ½ dl smátt brotið spagetti
- ½ stk kjúklingateningur
- ¼ stk grænmetisteningur
- örlítill pipar, eða annað krydd
- þurrkuð eða ný steinselja til skrauts
Aðferð:
- Mælið vatn í pott og látið suðuna koma upp.
- Hreinsið grænmetið, afhýðið og skolið undir köldu vatni.
- Skerið grænmetið smátt og brjótið spagettíið í litla bita.
- Setjið grænmetið, spagettíið og kryddið út í pottinn og látið krauma í 10 mínútur.