Haust eplakaka

Hráefni:

  • 8 súr græn epli
  • ½ bolli púðursykur
  • ½ tsk kanill
  • 2-2½ msk hveiti
  • 3 msk appelsínusafi
  • 1½ msk sítrónusafi
  • 1½ msk rifinn appelsínubörkur
  • ¾ bolli hveiti
  • ½ bolli púðursykur
  • ¼ tsk salt
  • 6-8 msk smjör
  • 1 bolli pekanhnetur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 190 °C.
  2. Smyrjið eldfast mót.
  3. Skolið, kjarnhreinsið og afhýðið eplin.
  4. Skerið eplin í bita og blandið með púðursykri, hveiti, kanil og appelsínuberki og setjið í smurt mótið.
  5. Dreypið appelsínu og sítrónusafa yfir.
  6. Blandið saman hveiti, púðursykri, salti, pekanhnetum í skál og myljið kalt smjörið saman við. Þetta á að vera gróf blandað.
  7. Sáldrið deiginu úr skálinni yfir eplin í mótinu.
  8. Bakið kökuna í miðjum ofni í 60 mínútur.
Berið kökuna fram volga með ís og/eða þeyttum rjóma.