Hakk og pasta með tómatsósu (Útieldhús)

Hráefni:

  • 400 g nautahakk
  • 1 stk laukur
  • 1 msk olía
  • ½ dós Hunt´s Cheese & Garlic spaghetti sósa
  • ½ dós (305g) Hunt´s puree tómatsósa
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk blandaður pipar
  • ½ tsk hvítlauksduft

    Pasta:

  • 10 dl vatn
  • 150 g pasta
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk olía

Aðferð:

  1. Hreinsið og skerið lauk smátt.
  2. Setjið olíuna á pönnu og hitið.
  3. Steikið laukinn og kjötið þar til ekkert rautt sést í kjötinu.
  4. Setjið tómatsósurnar saman við og blandið vel.
  5. Kryddið og smakkið til þegar blandan hefur náð að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur.
  6. Bætið soðnu pastanu saman við.

    Pasta suða:

    Látið vatn,olíu og salt í pott og hitið að suðu.
    Setjið pastað út í vatnið og lækkið hitann.
    Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningu á umbúðum.