Góðar haframjöls smákökur ættaðar frá Möggu Eyjólfs

Hráefni:

  • 2 bollar sykur
  • 250 g smjör/líki
  • 2 stk egg
  • 2 bollar haframjöl
  • 2½ bolli hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 bolli saxaðar rúsínur
  • 1 bolli saxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Hrærið smjör/líki og sykur vel.
  2. Bætið einu eggi í senn út í og hrærið vel á milli.
  3. Bætið þurefnum, rúsínum og súkkulaði saman við og hrærið þar til deigið hefur samlagast vel.
  4. Látið með teskeið á pappírsklædda plötu.
  5. Bakið í miðjum ofni við 200-220°C í u.þ.b. 4-5 mínútur eða þar til kökurnar er gegnbakaðar.