Haframjölsfléttubrauð
Hráefni:
- 2 dl léttmjólk
- ½ dl súrmjólk
- 2½ tsk þurrger
- 1 tsk sykur
- 1 tsk gróft salt
- ¼ dl matarolía
- 1 dl grófvalsað haframjöl
- 6 dl hveiti
Aðferð:
- Hitið léttmjólkina og blandið súrmjólkinni útí. Blandan á að vera sem næst 37°C.
- Stráið geri og sykri útí. Látið blönduna bíða um stund eða þar til gerið er uppleyst.
- Bætið olíu, salti og grófvölsuðu haframjöli saman við og hrærið.
- Blandið 2/3 af hveitinu útí og hræið vel. Hreinsið niður barma skálarinnar og stráið hveiti yfir.
- Látið lyfta sér þar til deigið hefur stækkað um helming.
- Hvolfið á borð og hnoðið. Bætið afgangs hveitinu útí eftir þörfum, þar til deigið sleppir vel hendi.
- Skiptið deiginu í 3 hluta og rúllið í jafna sívalninga, leggið þá hlið við hlið og fléttið.
- Setjið brauðið á plötu og látið lyfta sér í u.þ.b. 15 mín.
- Penslið með eggi eða volgu vatni, stráið hafarmjöli yfir og bakið á neðstu rim í ofni við 200-210°C í u.þ.b.20 mín.