Gulrótarkaka ættuð frá Eddu Gísla

Hráefni:

  • Gulrótarkaka ætuð frá Eddu Gísla
  • 2 dl matarolía
  • 300 g púðursykur
  • 4 egg
  • 1 tsk vanillusykur eða dropar
  • 375 g hveiti
  • ½ tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk kanill
  • 375 g gulrætur
  • Rúsínur, hakkaður ananas, hnetur eða möndlur ef vill.

    Gott krem:

  • 250 g mascarpone ostur
  • 4-5 msk hunang
  • 1-1½ dl sýrður rjómi (18%)
  • rifinn börkur af einni sítrónu

Aðferð:

  1. Þeytið olíu og sykur.
  2. Bætið einu og einu eggi út í ásamt vanillusykrinum eða dropum og þeytið vel.
  3. Sigtið þurrefnin saman við hræruna og hrærið varlega saman.
  4. Bætið að lokum rifnum gulrótum saman við og öðru því sem þið kjósið.
  5. Látið í 1-2 smurð tertumót.
  6. Bakið við 180°C í u.þ.b. 45-60 mín.

    Ég baka kökuna venjulega í einu djúpu sprigmóti eða úti í Hollendingnum "Dutch oven" í útieldhúsinu.

    Krem:

  7. Hrærið ostinn með hunanginu og bætið síðan sýrða rjómanum og sítrónuberkinum út í.
  8. Setjið á kökuna þegar hún er orðin köld.