Gulrótarkaka ættuð frá Eddu Gísla
Hráefni:
- Gulrótarkaka ætuð frá Eddu Gísla
- 2 dl matarolía
- 300 g púðursykur
- 4 egg
- 1 tsk vanillusykur eða dropar
- 375 g hveiti
- ½ tsk salt
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 2 tsk kanill
- 375 g gulrætur
- Rúsínur, hakkaður ananas, hnetur eða möndlur ef vill.
Gott krem:
- 250 g mascarpone ostur
- 4-5 msk hunang
- 1-1½ dl sýrður rjómi (18%)
- rifinn börkur af einni sítrónu
Aðferð:
- Þeytið olíu og sykur.
- Bætið einu og einu eggi út í ásamt vanillusykrinum eða dropum og þeytið vel.
- Sigtið þurrefnin saman við hræruna og hrærið varlega saman.
- Bætið að lokum rifnum gulrótum saman við og öðru því sem þið kjósið.
- Látið í 1-2 smurð tertumót.
- Bakið við 180°C í u.þ.b. 45-60 mín.
Ég baka kökuna venjulega í einu djúpu sprigmóti eða úti í Hollendingnum "Dutch oven" í útieldhúsinu.
Krem:
- Hrærið ostinn með hunanginu og bætið síðan sýrða rjómanum og sítrónuberkinum út í.
- Setjið á kökuna þegar hún er orðin köld.