Gróft snittubrauð með sjávarsalti
Hráefni:
- ½ l vatn
- 5 tsk þurrger
- 1 msk salt
- 2 msk matarolía
- 3 msk hunang
- 300 g gróft rúgmjöl
- u.þ.b. 500 g hveiti
Aðferð:
- Hitið skálina undir rennandi heitu vatni.
- Mælið vatnið í skálina, það á að 37°C.
- Bætið þurrgeri, salti, matarolíu, og hunangi út í og hrærið vel saman.
- Bætið nú rúgmjölinu út í.
- Hrærið vel í og bætið hveitinu út í, eftir þörfum.
- Látið nú deigið lyfta sér á volgum stað í 30-40 mínútur.
- Látið á borðið og hnoðið þar til deigið sleppir hendi. Bætið við hveiti eftir þörfum.
- Skiptið deiginu í þrennt og mótið mjó snittubrauð í lengd pappírsklæddar bökunarplötunnar.
- Ristið skurði í ská í brauðin og látið hefast á plötunni í 30 mínútur.
- Penslið brauðin með volgu vatni blönduðu með örlítilli matarolíu.
- Stráið grófu sjávarsalti yfir brauðin.
- Bakið brauðin í ofni við 220°C í u.þ.b. 12 mín. Slökkvið þá á ofninum og látið vera áfram inni í ofninum í 10 mínútur.
- Látið kólna á bökunarrist.