Grófar bollur
Hráefni:
- 1 dl heitt vatn
- 1 dl mjólk
- 3 tsk þurrger
- 2 msk matarolía
- ¼ tsk salt
- ½ tsk púðursykur
- ½ dl hveitiklíð
- 1 msk sólblómafræ (ef vill)
- 1 tsk hörfræ (ef vill)
- 1 dl heilhveiti
- 3 dl hveiti
Aðferð:
- Blandaðu vatni og mjólk í skál. Stráðu gerinu yfir. Hrærðu vel í.
- Bættu matarolíu, salti og púðursykri saman við gerblönduna.
- Blandaðu hveitiklíði, fræjum (ef þau eru notuð), heilhveiti og 2 dl af hveitinu saman við og hrærðu vel.
- Bættu við eftir þörfum því sem eftir er af hveitinu og hnoðaðu deigið vel á borði.
- Mótaðu 8 bollur eða annað smábrauð úr deiginu og raðaðu þeim á plötu með góðu millibili. Látu þær lyfta sér á volgum stað eða yfir gufu í 15-20 mín.
- Gott er að pensla bollurnar með vatni eða mjólk og strá sesamfræjum eða birki á þær.
Bakaðu bollurnar í miðjum ofni við 225C í 10-12 mín.