Grissini
Hráefni:
- 1 tsk þurrger
- 50 g smjör
- 3 dl vatn
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 egg
- 1 eggjahvíta
- 11 dl hveiti (u.þ.b.)
- 1 stk eggjarauða
Aðferð:
- Bræðið smjörið. Blandið vatninu saman við, hitið þar til þetta er vel volgt.
- Bætið gerinu saman við. Látið bíða stutta stund. Blandið salti, sykri, eggi, eggjahvítu og hluta af hveitinu saman við og hrærið vel saman.
- Hreinsið niður barma skálarinnar, leggið klút eða pappír yfir skálina og látið lyfta sér á hlýjum stað þar til deigið hefur lyft sér vel.
- Hvolfið úr skálinni og hnoðið deigið vel, bætið hveiti við þar til deigið verður meðfærilegt.
- Skiptið deiginu í fjóra hluta. Mótið lengjur úr hverjum hluta og skiptið hverri lengju í 30 bita.
- Rúllið hverjum bita í ca 18-20 cm og látið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Látið lyfta sér vel. Penslið með eggjarauðu sem er hrærð út með 1/2 dl vatni. Stráið svolitlu grófu sjávarsalti yfir.
- Hitið ofninn í 175°C.
- Bökunartími hverrar plötu er u.þ.b. 25- 30 mín í miðjum ofni. Gott er að láta plöturnar lyfta sér á mishlýjum stöðum. Látið kólna á bökunargrind. Geymið án loks, í krukku eða bauk.
- Beðið fram meðan beðið er eftir matnum, með súpu, mat eða ídýfum.