Grahamsbrauð (Norðurlandaverkefni 6.bekkjar)

Hráefni:

  • 1 ½ dl vatn
  • 1 ½ dl súrmjólk
  • 50 g gær
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 2 msk matarolía
  • 4 dl grahamsmjöl
  • 2 dl hveiti

Aðferð:

  1. Hitið skálina undir rennandi heitu vatni.
  2. Mælið vatnið í skálina, það á að vara eins heitt og þið fáið úr krananum. Bætið súrmjólkinni saman við.
  3. Bætið gerinu, saltinu, sykrinum og olíunni út í.
  4. Hrærið grahamsmjölinu og u.þ.b. 2 dl af hveitinu saman við.
  5. Hrærið vel og bætið því sem eftir er af hveitinu út í eftir þörfum.
  6. Látið á borðið og hnoðið þar til deigið sleppir hendi.
  7. Motið brauð og látið í smurt mót.
  8. Hitið ofninn í 200°C.
  9. Penslið deigið með mjólk, pikkið í það með prjóni. Látið hefast á hlýjum stað í u.þ.b. 25 mín.
  10. Bakið brauðið við 200°C í 30 mín.