Grænmetislasagne Gunnu frá Dalsgarði
Hráefni:
- 1 stór dós mauksoðnir tómatar
- 1 glas sólþurrkaðir tómatar
- 1 stk hvítlaukur
- 1 msk oregano
- 1 msk kúmen
- 1 tsk svartur grómalaður pipar
- 1 tsk salt
- 2 stk grænmetisteningar
- ½ tsk chilipipar
- 2 msk hunang
- 2 stk blaðlaukar
- Brokkál, grænkál, hvítkál, gulrætur eða hvaða grænmeti sem er
- Lasangeblöð
- AB-mjólk
- Mozzarillaostur
Aðferð:
- Setjið tómata og hvítlauk í matvinnsluvél. Kryddið. Þetta er látið krauma við vægan hita í 15- 20 mín.
- Hreinsið og brytjið grænmetið og léttsjóðið það. Sjóðið lasangaplöturplöturnar ef vill.
- Smyrjið eldfast mót og raðið í það í þessari röð:
- lasangaplötur
- grænmeti
- tómatmauk
- AB-mjólk
- mozzarellaostur
- endurtakið og endið á AB-mjólk og osti
- Bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 20 mín.