Grænmetis-lasagne
Hráefni:
Grænmetissósa:
- 1 stór laukur
- 2 rif hvítlaukur
- 200 g brokkál eða gulrætur
- 200 g paprika
- 250 g sveppir
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 2 msk tómatkraftur
- 1,5 dl græmnetissoð
- krydd (salt, pipar, cayennepipar, oregano, Majoram, ögn af timian)
- Lasangeblöð
- Kotasæla
- Parmesan ostur
- Rifinn ostur
Aðferð:
- Grænmetissósa búin til með því að steikja fínskorið grænmetið í matarolíu við vægan hita. Kryddið í steikingunni.
- Bætið í niðursoðnum tómötum og tómatkrafti.
- Bætið í grænmetissoðinu og látið krauma í litla stund.
- Setjið græmnetissósu og lasangeblöð til skiptis í smurt eldfast form. Kotasæla er sett á stöku stað með teskeið ofan á grænmetissósuna áður en lasangeblöðin eru lögð ofan á. Stráið einnig parmesanosti yfir grænmetissósulagið milli laga.
- Lokið forminu með álpappír og bakið í ofni í 30 mínútur við 180°C.
- Stráið rifnum osti (mozzarella osti) yfir og bakið áfram í 15 mínútur án álpappírs.