Grænmetisfat með ítölsku ívafi (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 1-2 dl pasta
  • grænmeti að eigin vali, til dæmis gúrkubiti, tómatur, blaðlauksbiti, ýmsir litir af paprikum, sveppir, ferskt spínat, blaðsellerí, grænkál, graslaukur, blómkál, jöklasalat, kínakál, hvítkál, eða aðrar tegundir sem eru fáanlegar á hverjum tíma
  • 1 dl tómatpastasósa
  • 1 dl kalt vatn
  • 2-3 msk rifinn ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af í gegnum sigti og setjið pastað í skál.
  2. Veljið, hreinsið og skerið grænmetið og raðið á litríkan hátt á fat.
  3. Mælið pastasósuna og setjið í pott ásamt vatninu og hitið varlega að suðu.
  4. Rífið ostinn í litla skál og berið fram með grænmetinu, pastanu og sósunni.
Gott er að bera ristað brauð eða hrökkbrauð fram með þessum rétti.