Grænmetisbaka

Hráefni:

Botn:

  • 5 dl hveiti
  • 200 g smjör(líki)
  • 200 g kotasæla
  • u.þ.b. 500-700 g af snöggsoðnu grænmeti að vild. Brokkál er afar ljúffengt
  • 250g skinka eða reykt kjöt ef vill
  • tilvalið að nota afganga

Aðferð:

  1. Myljið smjörið saman við hveitið og blandið kotasælunni saman við.
  2. Hnoðið saman og geymið í ísskáp í a.m.k. eina klukkustund.
  3. Undirbúið fyllinguna.
  4. Ef kjöt er notað brúnið það aðeins á pönnu í 30 g smjöri. Annars bakið upp venjulega sósu úr 30 g af smjöri og dreyfið yfir 3 msk af hveiti og þynnið með grænmetissoði, rjóma eða mjólk. Bragðbætið með góðum krafti eftir bragði. Hrærið vel í. Þetta á að vera bragðmikil meðal þykk sósa.
  5. Fletjið nú út botninn og klæðið smurt eldfast mót með deiginu. Geymið svolítið af því til að leggja yfir mótið á eftir.
  6. Setjið grænmetið í mótið og hellið sósunni yfir.
  7. Fallegt að fétta deigræmur ofan á.
  8. Bakið í miðjum ofni við 200°C.í 30 mínútur.