Grænmeti í ofni

Hráefni:

  • 80 g smör
  • 2 stk laukar
  • 1 stk græn paprika
  • 1 stk rauð paprika
  • 1 stk eggaldin
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • salt, pipar
  • 3 stk kúrbítar
  • 4-6 tómatar
  • 1 msk ferskt tímían
  • nýrifinn Parmesan ostur
  • rifinn ostur (feitur)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn að 190°C. Sneiðið laukinn og brúnið í smjörinu.
  2. Bætið sneiddum paprikum útí ásamt sneiddu eggaldini og pressuðum hvítlauknum. Látið krauma þar til grænmetið er mjúkt.
  3. Kryddið eftir bragði.
  4. Setjið í eldfast mót. Raðið tómatsneiðum og kúrbítssneiðum yfir.
  5. Stráið nokkru af rifnum osti yfir. Bakið í u.þ.b. 25. mín.
  6. Stráið Parmesan ostinum yfir ásamt meiri rifnum osti.
  7. Bakið áfram í u.þ.b. 15. mín.