Lax með gráðaosti
Hráefni:
- 1 stk laxaflak
- 1 stk gráðaostur (ca 150g)
- season all krydd
- gróft salt
Aðferð:
- Beinhreinsið laxaflakið. Gott að plokka beinin burtu með plokkara.
- Skerið tvo skurði eftir endilöngu flakinu nánast ofan í roð.
- Fyllið skurðina með gráðaostinum. Stráið svolitlu season all kryddi yfir flakið.
- Setjið gróft salt í ofnfast fat og leggið laxinn ofan á saltið.
- Bakið í mjög heitum ofni 220°-250°C í u.þ.b. 7-10 mín eftir stærð flaksins eða þar til flakið er gegn soðið.
Einnig hægt að grilla þennan rétt.
Rétturinn bragðast vel með kartöflum og salati.