Gómsætar hnetur

Hráefni:

  • 1 poki möndlur
  • 1 poki kasjúhnetur
  • 1 poki jarðhnetur
  • 2 msk hlyn sýróp
  • Rósmarin
  • Maldon salt

Aðferð:

  1. Látið hneturnar í skál og látið sýrópið drjúpa yfir.
  2. Allt hrært saman.
  3. Dreyfið yfir fullt af rósmarin.
  4. Hellið á smjörpappír og setjið í ofn við ca. 125°C í 40 mínútur, hræið í annað slagið.
  5. Takið hneturnar út úr ofninum og stráið maldon saltinu strax yfir svo það festist á.
  6. Látið kólna og setjið í skál.