Góður pastaréttur

Hráefni:

  • 100 g pasta
  • 1 ½ dl mjólk
  • 1 tsk grænmetiskraftur
  • 1 tsk oregano
  • 2 msk hveiti
  • 1 dós sveppir (lítil)
  • 100 g skinka (söxuð)
  • 100 g ostur (rifinn)

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað. Blandið saman mjólk, rjóma, sveppasoði, kryddi og hveiti.
  2. Hitið vökvann, hrærið í, á meðan suðan kemur upp.
  3. Bætið rifnum osti, skinku og sveppum út í.
  4. Sjóðið við vægan hita í 3-5 mín.
  5. Kryddið ef með þarf.
  6. Setjið pastað í eldfast mót, hellið sósunni yfir.
  7. Bakið við 200°C í 5-10 mín.
Berið gróft brauð með réttinum.