Góður heitur saumaklúbbsréttur réttur

Hráefni:

  • ca. 6 sneiðar skorpulaust brauð
  • 100 g sólþurrkaðir tómatar
  • 1 stór dós ananas
  • 7 stk ferskur aspas
  • 1 stk rauð paprika
  • 1 stk græn paprika
  • 1 stk camenbert ostur
  • 3 stk bananar
  • 6 sneiðar beikon
  • 10 stk ferskir sveppir
  • 2 dl rjómi
  • rifinn feitur ostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 180°C.
  2. Smyrjið eldfast mót og raðið brauðinu í botninn á mótinu.
  3. Hreinsið papriku og brytjið smátt.
  4. Saxið sólþurrkuðu tómatana, ananasinn, og aspasinn.
  5. Steikið beikonið og saxið.
  6. Steikið skorna sveppina.
  7. Blandið öllu varlega saman í skál, þynnið með rjómanum og kryddið með salti og pipar.
  8. Hellið blöndunni í eldfasta mótið.
  9. Skerið bananana og camenbertinn og raðið ofan á blönduna.
  10. þekið með góðum rifnum osti.
  11. Bakið í 15–20 mínútur.
  12. Berið fram með rifsbejahlaupi ef vill.