Gömlu góðu kanilsnúðarnir mínir (þessir hverfa alltaf fljótt)
Hráefni:
- 4 dl mjólk
- 8 tsk þurrger
- 1 dl sykur
- 1 dl matarolía eða brætt smjörlíki
- 2 stk egg
- 2 tsk kardimommur
- 1dl hveitiklíð
- 11-12 dl hveiti
Innan í snúðana:
- brætt smjör eða mjólk
- og kanilsykur
Aðferð:
- Hitið mjólkina að 37°C. Leysið gerið upp í mjólkinni og bætið sykri, matarolíu, eggi, hveitklíði og kardimommum út í og hrærið saman.
- Bætið hveitinu út í eftir þörfum og hrærið vel í.
- Látið lyfta sér vel á hlýjum stað.
- Hnoðið á borði þar til sleppir hendi.
- Flatt út í aflanga köku sem er smurð með bræddu smjöri og stráið kanilsykrinum yfir eftir smekk hvers og eins.
- Vafið upp í lengju, skorið í fingur þykka snúða sem er raðað á bökunarplötu með góðu bili á milli.
- Látið lyfta sér vel á plötunni.
- Bakað við 200°C í u.þ.b. 10-12 mín.