Góðir partar (Tebirkes) Norðurlandaverkefni 6.bekkjar

Hráefni:

  • 1 dl mjólk
  • 3½ tsk þurrger
  • 100 g smjör
  • 1 stk egg
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 1½ dl AB mjólk
  • 6 dl hveiti
  • egg til að pensla með

    Skraut:

  • birki

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
  2. Bræðið smjörið í örbylgjuofni eða í potti og hitið mjólkina með.
  3. Blandið saman í skál, sem hefur verið hituð með heitu vatni, smjöri (skiljið pínulítið eftir til að pensla seinna með deigið) /mjólkurblöndu, eggi, salti, sykri og AB mjólk og geri. Hrærið saman.
  4. Bætið hveitinu út í, munið að geyma 1 dl til að hnoða upp í deigið ef þarf.
  5. Hrærið deigið og hnoðið, þar til það hættir að festast við borð og hendur.
  6. Hveitistráið deigið og fletjið út í 20*65 sentimetra köku. Penslið með restinni af brædda smjörinu.
  7. Brjótið kökuna langsum í þrennt, þannig að myndist eins og þrjú lög.
  8. Skerið í 12 bita, penslið þá með eggi og stráið birki yfir.
  9. Látið lyfta sér á pappírs klæddri plötu í að minnsta kosti 15-20 mínútur.
  10. Bakað í miðjum ofni við 220 °C í 10–15 mínútur.
Mjög gott nýbakað með smjöri og osti eða góðu salati.