Góð grænmetissúpa
Hráefni:
- 1 stk laukur
- 2 msk matarolía
- 1 tsk basiíka
- 1 dós niðursoðnir tómatar (Italian style herbs)
- 1 l vatn
- 1 tsk kjötkraftur
- 1 tsk grænmetiskraftur
- 1 msk chilisósa
- 2 msk tómatsósa
- 100 g gulrætur
- 200 g blómkál og/eða spergilkál
- ½ l matreiðslurjómi
- 80 g spagetti eða pasta
- 1 dl kalt vatn
- 3 msk hveiti
- salt, svartur pipar
Aðferð:
- Saxið laukinn og látið hann krauma í matarolíunni.
- Stráið basilíku yfir og látið krauma með.
- Bætið tómötum, vatni, krafti, chilisósu og tómatsósu út í og sjóðið við vægan hita í 5 mím.
- Gulrótum, litlum eða í sneiðum, ásamt blómkáli í hríslum og spaghetti bætt út í og látið sjóða í 7 mín.
- Bætið matreiðslurjóma í og látið suðuna koma upp.
- Hristið hveitijafning og jafnið súpuna og látið sjóða í 3 mín.
- Kryddið eftir bragði.
Berið fram með góðu grófu brauði