Góða sósan hennar Gussu

Hráefni:

  • 4 msk mayonaise
  • 1 msk hunang
  • 1-2 tsk dill
  • 1-2 tsk sætt sinnep
  • 1-2 tsk ósætt sinnep
  • 1 peli þeyttur rjómi

Aðferð:

  1. Hrærið kryddið saman við mayonaisið. Látið gjarnan bíða um stund.
  2. Blandið þeytta rjómanum saman við.
  3. Bragðið sósuna til, hún á að vera mild og góð.
Þessi sósa er sérstaklega góð með rækju-melónurétti eða mareneraðri síld.