Fylltar kartöflur - Tex Mex
Hráefni:
- 4 bökunarkartöflur (frekar aflangar)
- 8 beikonsneiðar
- ½ tsk salt
- ¼ tsk pipar
- ½- ¾ bolli rifinn ostur
Ofan á kartöfluna:
- salsa sósa
- sýrður rjómi
- vor/blaðlaukur
Aðferð:
- Bakið eða sjóðið kartöflurnar þangað til þær eru næstum alveg mjúkar í gegn.
- Steikið beikonið á þurri heitri pönnu eða í örbylgjuofni. Látið það á eldhúspappír til að losna við sem mesta fitu.
- Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu þannig að þær verði eins flatar og hægt er.
- Skafið megnið af kartölunni úr hýðinu með skeið og setjið í skál. Gætið að taka ekki of mikið innan úr svo kartaflan haldi lögun sinni.
- Saxið steikt beikonið og hrærið það saman við kartöflurnar í skálinni ásamt ostinum. Kryddið með salti og pipar eftir bragði.
- Raðið kartöflu helmingunum í ofnfast fat eða á plötu og skiptið fyllingunni í þá. Það á að vera svolítill kúfur á. Ef til vill nægir fyllingin aðeins í 6-7 helminga.
- Grillið í ofni í 5-8 mín. eða þangað til kartöflurnar hafa fengið á sig gullinn lit.
- Látið skeið af salsa sósu, sýrðum rjóma og vor/blaðlauk á hverja kartölfu.
Berið fram með ýmsum réttum eða sem sjálfstæða máltíð með brauði og salati.