Fylltar kjúklingabringur

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur

    Fylling:

  • 6 - 8 sólþurrkaðir tómatar
  • 8 olívur
  • 4 msk pesto
  • 3 hvítlauksgeirar, kramdir
  • 4 msk brauðraspur
  • 1/2 tsk nýmalaður pipar
  • 2 msk olía ef blandan er mjög þurr

    Ofan á álpappírinn:

  • salvía
  • eðalkrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

  1. Bringurnar flattar út með kjöthamri eða kökukefli.
  2. Blandað fyllinguna saman og jafnið á kjúklingabringurnar.
  3. Rúllið kjúklingabringunum þétt saman og pakkaðar í álpappír sem búið er að strá á salvíu og eðalkryddi.
  4. Bakað bringurnar í ofni við 180° C í 30- 40 mínútur.
  5. Fjarlægið álpappírinn og sneiðið hverja rúllu í 2-3 sneiðar.
  6. Þessi réttur er borin fram með hrísgrjónum eða gratíneruðum kartöflum, sveppasósu og salati.