Fryst verðlauna ávaxta-makkarónu kaka
Hráefni:
- 1 poki makkarónukökur
- 2 stk bananar
- 2 stk epli
- 1 stk appelsína
- 1 dós blandaðir ávextir
- 100 g súkkulaði
- saxaðar möndlur (ef vill)
- 3-4 msk sherry (ef vill)
- Rjómi til að bera með
Aðferð:
- Myljið makkarónukökurnar í fallegt fat eða eldfast mót sem þolir að fara í frysti.
- Brytjið ávextina og setjið yfir makkarónukökurnar. Dreypið sherryi yfir ef það er notað.
- Dreyfið súkkulaðinu yfir og möndlum ef vill.
- Setjið í frysti.
Tekið út u.þ.b. 5 klukkutímum áður en á að bera réttinn fram.
Berið fram með þeyttum rjóma.
Þetta er verðlaunauppskrift Argentínu steikhús og Rásar 2 frá því í desember 1991. Verðlaunahafinn var Nikólína Halldórsdóttir frá Neskaupsstað.
Nú er orðið mun meira úrval af ýmsum berjum og ávöxtum í verslunum og tilvalið að prófa sig áfram með að nota aðrar/fleiri ávaxtategundir í þennan þægilega eftirrétt.