Frosin freisting (úr Gott og Gagnlegt)
Hráefni:
- 2 stk tvíbökur eða bruður
- 2 msk appelsínusafi
- 1 lítið epli
- ½ banani
- 8–10 vínber
- 2 þurrkaðar ferskjur eða
- 4 þurrkaðar apríkósur
- 1 mandarína
- 4 bitar suðusúkkulaði
- 1–2 tsk kókosmjöl (má sleppa)
- 1–2 tsk muldar hnetur (má sleppa)
Skraut:
- Hnetur, kókosmjöl, vínber, mandarínubátar.
Aðferð:
- Myljið tvíbökurnar og setjið þær í botninn á djúpu móti.
- Mælið og setjið ávaxtasafann yfir muldu tvíbökurnar.
- Afhýðið epli, mandarínu og banana og skerið í litla bita ásamt vínberjunum. Athugið að steinar og hýði eiga ekki að vera á borði eða bretti þegar byrjað er að skera niður.
- Setjið ávextina í skál.
- Skerið þurrkuðu ávextina og súkkulaðið niður í bita og blandið saman við fersku ávextina í skálinni, einnig kókosmjöli og hnetum ef það er notað.
- Setjið ávaxtablönduna ofan á muldu tvíbökurnar og skreytið að vild.
- Lokið mótinu vel og setjið í frysti.
Takið kökuna úr frysti um einni klukkustund áður en á að bera hana fram.
Kakan er góð með ís eða þeyttum rjóma.