Frönsk súkkulaðiterta

Hráefni:

  • 6 stk egg
  • 150 g sykur (tæplega 2 dl)
  • 175 g súkkulaði
  • 150 g smjör
  • 1 ½ dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft (rúml, þó ekki 1 ¼)

Aðferð:

  1. Aðskiljið eggin. Þeytið rauðurnar með sykrinum.
  2. Bræðið saman smjör og súkkulaði og blandið því síðan saman við þeyttar rauðurnar.
  3. Sigtið saman við hveiti og lyftiduft og blandið saman með sleikju.
  4. Þeytið hvíturnar og blandið þeim varlega saman við að lokum.
  5. Bakið í ca. 26 cm. vel smurðu springmóti við 170-180°C í 35-45 mín.

Það þarf að fylgjast vel með ofninum, kakan má ekki dökkna um of og hún á að vera dálítið blaut inn í miðjunni og má alveg falla svolítið niður í miðjunni eftir bakstur.

Franskri súkkulaðiköku er ekki hvolft, oft er sigtaður flórsykur yfir hana. Gott að skreyta hana með ferskum ávöxtum eða bera þá með í skál ásamt þeyttum rjóma.

Þessi kaka er góð úr frysti og geymist líka vel í ísskáp ef hún er vel falin!