Framandi fiskisúpa
Hráefni:
- 1 l vatn
- 1 dl hvítvín
- 1/3 stk blaðlaukur
- 1 stk gulrót
- 1 msk tómatmauk
- 1 stk sellerístilkur
- 1 stk hvítlauksgeiri
- 1½ tsk karrý (Madras)
- 2 tsk fiskikraftur
- 2 tsk grænmetiskraftur
- 2 dl rjómi
- 1 dós kókosmjólk (4 dl)
- salt, pipar
Smjörbolla:
- 50 g smjör(líki)
- 50g hveiti
- 300 g fiskur og skelfiskur eftir smekk
- ½ -1 rauð paprika
- steinselja
Aðferð:
- Grófsaxið grænmetið og steikið í olíu ásamt karrýi og tómatmauki.
- Bætið vatni, hvítvíni, fiski- og grænmetiskrafti út í og sjóðið í 15 mín.
- Sigtið og bakið upp með smjörbollunni.
- Bætið kókosmjólk út í, kryddið með salti og pipar eftir bragði.
- Hreinsið og skerið fiskinn í litla bita og látið út í ásamt papriku. Sjóðið í 3 mín.
- Látið rjómann út í , smakkið til og dreyfið að lokum saxaðri steinselju yfir og berið strax fram.