Forréttur með túnfiski

Hráefni:

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • ¼ stk smátt saxaður rauðlaukur
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 tsk basilikum (eða ferskt niður klippt)
  • 3-4 msk salsa sósa (mild eða medium eftir smekk)
  • ½ glas steinlausar ólífur grænar eða svartar

Aðferð:

  1. Látið renna vel af túnfiskinum og tómötunum.
  2. Pressið hvítlauksrifin.
  3. Blandið öllu varlega saman.
  4. Gott að láta salatið bíða í ísskáp um stund.
  5. Borið fram á ristuðu brauði.

Ef notað er ferskt basilikum er fallegt að klippa það yfir salatið.

Gott að nota niðursoðna tómata með hvítlauk,basilikum og oregano.