Focacciabrauð
Hráefni:
- 1½ dl volgt vatn
- 1 msk matarolía
- 1½ tsk þurrger
- 1 tsk hunang (eða sykur)
- ½ tsk salt
- ca 3 dl hveiti
Ofan á:
- 2 msk ólívuolía
- 1 lauf hvítlaukur
- 1 tsk basilika
- 1 tsk sítrónusafi
Aðferð:
- Leysið upp þurrgerið og hunangið í volgu vatninu (37°C) og bætið salti og matarolíu útí.
- Bætið hluta af hveiti saman við. Hrærið deigið með sleif. Bætið hveiti í eftir þörfum. Deigið á að vera mjög blautt, alltof blautt til að hægt væri að hnoða það á borði.
- Látið lyfta sér í skálinni í a.m.k. 20-25 mín. ef tími er til.
- Setjið nú deigið á disk með hveiti og veltið deiginu í hveitinu með sleikju, þannig að það sé vel hulið hveiti.
- Setjið nú deigið á bökunarpappírsklædda plötu. Notið hveitistráða lófana til að fletja út í u.þ.b. 2 cm þykkan kringlóttan brauðhleif.
- Penslið olíublönduna yfir deigið. Látið lyfta sér í a.m.k. 20 mín. Ýtið með fingrunum í deigið og búið til holur.
- Bakið við 220°C í u.þ.b. 10-12 mín eða þar til hleifurinn er fallega brúnn.
- Gott að pensla með restinni af olíublöndunni um leið og brauðið kemur úr ofninum og stráið sjávarsalti yfir.