Fjallagrasaskyr (þjóðlegur skyrréttur)
Hráefni:
- 2 dl fjallagrös
- 2 dl mjólk
- 4 msk púðursykur (ljós)
- ¼ tsk salt
- 1 dós skyr (5 dl)
Aðferð:
- Þvoið fjallagrösin vel og saxið þau eða klippið smátt.
- Hitið mjólkina að suðu og bætið fjallagrösunum og púðursykrinum út í.
- Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur og hrærið stöðugt í. Saltið.
- Hrærið skyrið saman við.
Bestur er rétturinn nýlagaður, með hitastig nálægt líkamshita.
Fjallagrasasyr er ljúffengur ábætisréttur með rjómablandi, einnig sem lítil máltíð og er þá gott að bera sneiðar af súrmat eða grófu brauði.