Fjallagrasakex (Víkingaþema í 5. bekk)

Hráefni:

  • 50 g fjallagrös
  • 100 g haframjöl
  • 200 g heilhveiti
  • 200 g hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • 250 g smjör/líki
  • 3 dl mjólk
  • 1 egg (þeytt ti að pensla með)

Aðferð:

  1. Skolið fjallagrösin, þannig að þau verði mjúk. Þerrið þau og troðið þeim í vatnsglas og klippið smátt.
  2. Blandið saman í skál mjöli, grösum, lyftidufti og salti.
  3. Myljið smjörið saman við og vætið í með mjólkinni.
  4. Bættu við hveiti eftir þörfum og hnoðaðu deigið vel á borði.
  5. Fletjið út þunnt og pikkið með gaffli.
  6. Stingið út kökur, kringlóttar eða kantaðar og raðið á pappírsklædda plötu og penslið með egginu.
  7. Bakið kexið í miðjum ofni við 200° C í 10-12 mín. eða þar til það eru fallega brúnt.
Berið fram með smjöri og osti.