Fjallabrauð (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 1 dl heitt vatn
  • 1 dl mjólk
  • ½ dl súrmjólk
  • 2 ½ tsk þurrger
  • ½ tsk púðursykur
  • ¼ tsk salt
  • 1 msk matarolía
  • 1 ½ dl hveitiflögur eða tröllahafrar
  • 1–2 msk söxuð fjallagrös
  • 4–5 dl hveiti

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C.
  2. Leggið fjallagrösin í bleyti í kalt vatn.
  3. Blandið saman í skál vatni, mjólk, súrmjólk, þurrgeri, púðursykri, salti og olíu.
  4. Takið fjallagrösin upp úr vatninu, kreistið yfir vaskinum og rífið eða klippið þau niður.
  5. Hrærið fjallagrösunum ásamt hveitiflögum og hluta af hveitinu saman við gerblönduna.
  6. Hrærið afganginum af hveitinu saman við og sláið deigið í skálinni. Látið deigið hefast ef tími gefst.
  7. Hnoðið deigið lauslega og skiptið því í tvennt.
    Hnoðið og mótið deigið að vild, til dæmis má skipta því í tvennt og rúlla út í tvo sívalninga sem snúnir eru saman og settir á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  8. Penslið með vatni eða mjólk og stráið hveitiflögum ofan á.
  9. Bakið í 5–8 mínútur hækkið þá hitann í 200 °C og bakið áfram í 15–18 mínútur.