Fjallabrauð (úr Gott og gagnlegt)
Hráefni:
- 1 dl heitt vatn
- 1 dl mjólk
- ½ dl súrmjólk
- 2 ½ tsk þurrger
- ½ tsk púðursykur
- ¼ tsk salt
- 1 msk matarolía
- 1 ½ dl hveitiflögur eða tröllahafrar
- 1–2 msk söxuð fjallagrös
- 4–5 dl hveiti
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 50 °C.
- Leggið fjallagrösin í bleyti í kalt vatn.
- Blandið saman í skál vatni, mjólk, súrmjólk, þurrgeri, púðursykri, salti og olíu.
- Takið fjallagrösin upp úr vatninu, kreistið yfir vaskinum og rífið eða klippið þau niður.
- Hrærið fjallagrösunum ásamt hveitiflögum og hluta af hveitinu saman við gerblönduna.
- Hrærið afganginum af hveitinu saman við og sláið deigið í skálinni. Látið deigið hefast ef tími gefst.
- Hnoðið deigið lauslega og skiptið því í tvennt.
Hnoðið og mótið deigið að vild, til dæmis má skipta því í tvennt og rúlla út í tvo sívalninga sem snúnir eru saman og settir á ofnplötu klædda bökunarpappír.
- Penslið með vatni eða mjólk og stráið hveitiflögum ofan á.
- Bakið í 5–8 mínútur hækkið þá hitann í 200 °C og bakið áfram í 15–18 mínútur.