Fiskisúpa með grænmeti (úr Gott og gagnlegt 2)

Hráefni:

  • 1 ds hakkaðir tómatar m/ hvítlauk
  • 5 dl vatn
  • 1 dl laukur saxaður (½ stk)
  • 1 dl gulrót söxuð (1 meðalstór)
  • ½ dl sellerí saxað (u.þ.b. 1/3 stk) eða ½ tsk sellerísalt
  • ½ dl paprika söxuð græn (u.þ.b. 1/3 stk)
  • 2 msk olía
  • ¾ dl kaffirjómi
  • 1 tsk kjötkraftur
  • 1 tsk púðursykur
  • ½ tsk salt
  • 100–125 g ýsa í litlum bitum

Aðferð:

  1. lysjið og saxið laukinn smátt.
  2. Þvoið gulrót, sellerí og papriku, saxið smátt.
  3. Léttsteikið laukinn og grænmetið í olíunni.
  4. Setjið vatnið, hökkuðu tómatana, kjötkraftinn og púðursykurinn saman við í pottinn.
  5. Þegar sýður í pottinum er hitinn lækkaður og látið sjóða í 5 mín.
  6. Skerið ýsuna í litla bita, setjið út í pottinn og látið sjóða í 5 mín.
  7. Bætið kaffirjómanum saman við og látið sjóða í 5 mín.