Fiskisúpa Gunnu
Hráefni:
- 800 g ýsu/lúðuflök eða annar fiskur
- 500 g rækjur/hörpuskel/humar
- 200 g ferskir sveppir
- 1 stk laukur
- ½ stk blaðlaukur
- 1 stk græn paprika
- 1 stk rauð paprika
- 1 stk gul paprika
- 2 stk gulrætur
- ½ dós ananaskurl + safinn
- 200 g rjómaostur
- 1 peli rjómi
- ½ tsk paprikuduft
- 1 tsk karrý
- 1 dolla Oscar fiskikraftur í 2 L af vatni = Fiskisoð
- olía til steikingar
- salt, súputeningar
Aðferð:
- Saxið lauk, sneiðið blaðlauk, papriku, sveppi og gulrætur og steikið í olíu.
- Setjið í pott ananaskurlið og safann, láta krauma í smá stund.
- Bætið fiskisoði, rjómaosti, rjóma og kryddi útí og látið krauma í 8-10 mín. Þetta er hægt að gera og geyma til næsta dags ef hentar.
- Hreinsið fiskinn og skerið í bita og bætið útí. Látið sjóða við vægan hita í 3-mín. Bragðbætið eftir bragði.
- Að síðustu er rækjum/humri/skelfiski bætt útí og látin koma upp suðan.
Berið fram strax með góðu brauði.