Fiskdeig

Hráefni:

  • 400 g hakkaður fiskur (ýsa eða þorskur)
  • 1½ stk rifinn laukur
  • 1 tsk salt
  • ¼ tsk pipar
  • ¾ tsk hvítlaukssalt
  • 1/5 hluti hveiti og kartöflumjöl
  • 1 egg
  • ca 1½ mjólk

Aðferð:

  1. Setjið fiskinn, laukinn og kryddið í hrærivélarskál og blandið létt saman.
  2. Skiptið í fjóra jafna hluta. Takið einn hlutann upp og látið 2 msk af kartöflumjöli í holuna og sléttfyllið síðan holuna með hveiti.
  3. Hrærið vel saman , bætið egginu í og smátt og smátt mjólkinni.

Athugið að mjólkurhlutfallið fer eftir því hvað á að matreiða úr fiskdeiginu. Þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar og þynnst í fiskbúðing.

Gott er að láta deigið bíða um stund eftir að það hefur verið hrært. Það þykknar aðeins við biðina. Bætið vökva í ef með þarf.