Finnskt kaffibrauð (Norðurlandaverkefni)

Hráefni:

  • 2 ½ dl hveiti
  • 100 g smjör
  • ½ dl sykur

    Ofan á:

  • egg - pískað í sundur
  • perlusykur
  • saxaðar möndlur (ef vill)

Aðferð:

  1. Mælið hveitið í skál og myljið skorið smjörið saman við.
  2. Blandið sykrinum saman við.
  3. Hnoðið og rúllað út í fingurþykkar lengjur. Geymið í kæli um stund.
  4. Skerið á ská í 3 sm langa bita.
  5. Raðað á pappírsklædda plötu og kökurnar penslaðar með eggi. Perlusykri og möndlum (ef vill) dreyft yfir.
  6. Bakið við 200 °C í 8-10 mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið góðan bökunarlit.