Fagur fiskur úr sjó (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • ½ stk laukur
  • 1 msk matarolía
  • ¼ stk græn paprika
  • ¼ stk rauð paprika
  • 100–150 g fiskur, ýsa, þorskur eða koli, roðdreginn og beinlaus

    Sósan:

  • ¾ dl tómatsósa
  • 1 dl vatn
  • 1 tsk basil
  • ½ tsk grænmetiskraftur
  • ¼ tsk salt

Aðferð:

  1. Hreinsið og skerið laukinn smátt.
  2. Hreinsið og skerið paprikuna í mjóa strimla.
  3. Skerið fiskinn í litla bita.
  4. Blandið saman í skál: tómatsósu, vatni, basil, grænmetiskrafti og salti.
  5. Hitið olíuna á pönnu og látið laukinn krauma við lágan hita þar til hann er glær (2–4 mínútur).
  6. Hellið nú sósunni úr skálinni á pönnuna og hrærið í, látið suðuna koma upp.
  7. Bætið fiskinum og paprikunni á pönnuna og látið krauma í 3–5 mínútur.
Tilvalið er að bera þennan rétt fram á pönnunni og hafa grænmetissalat og hrísgrjón eða kartöflur með.