Eplakaka með ís (úr Gott og Gagnlegt)

Hráefni:

  • 1 ½ meðalstórt epli
  • 4–6 vínber
  • ½ dl rúsínur
  • ½ msk kanelsykur
  • ½ dl hveiti
  • ½ dl haframjöl
  • 1 msk sykur
  • 15 g smjör

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
  2. Smyrjið eldfast mót.
  3. Skolið eplin og vínberin. Kjarnhreinsið og afhýðið eplin.
  4. Skerið eplin í litla bita og vínberin í fernt, setjið í smurt mótið ásamt rúsínunum og stráið kanelsykrinum yfir.
  5. Mælið hveiti, haframjöl og sykur í skál og myljið kalt smjörið saman við.
  6. Sáldrið deiginu úr skálinni yfir eplin í mótinu.
  7. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20–30 mínútur.
Berið kökuna fram volga með ís.