Eggjakaka í ofni (úr Gott og gagnlegt)

Hráefni:

  • 1 sneið skinka
  • biti af papriku, tómat eða blaðselleri
  • biti af lauk eða blaðlauk
  • 1 egg
  • 1/2 dl mjólk
  • 1/8 tsk salt
  • 1/8 tsk af öðru kryddi, til dæmis paprikudufti, hvítlauksdufti eða svörtum pipar
  • 1 msk rifinn ostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
  2. Skerið skinku í litla bita.
  3. Skolið og skerið grænmetið smátt.
  4. Penslið 2 lítil álform eða eldfast mót með matarolíu.
  5. Setjið saxað grænmetið og skinku í botninn á forminu.
  6. Brjótið eggið í skál, setjið mjólk og krydd útí og sláið saman með gaffli.
  7. Hellið í formin og stráið rifnum osti yfir.
  8. Bakið í 15–20 mínútur.
Þegar eggjakakan er bökuð er henni hvolft á skreyttan disk.