Draumterta

Hráefni:

  • 4 stk egg
  • 1 ½ dl sykur
  • 50 g kartöflumjöl
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 2 msk kakó

    Bananasmjörkrem

  • 100 g smjör
  • 4 dl flórsykur
  • 1 stk banani
  • e.t.v. vanilludropar

Aðferð:

  1. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Eggjafroðan á að verða mjög létt. Ef notuð er öflug hrærivél þá tekur þeytingin aðeins örfáar mínútur, en með kraftlitlum handþeytara gæti tekið allt að 20 mínútum að fá nógu þétta froðu.
  2. Sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman við eggjafroðuna með sleikju.
  3. Bakið í bréfskúffu við rúmlega 200°C í u.þ.b. 8-10 mín. Hvolfið kökkunni á sykurstráða örk. Kælið kökuna. Hafið raka diskaþurrku ofan á henni á meðan hún kólnar, jafnvel alveg þangað til sett er á hana.

    Kremið:

  4. Hrærið smjörið smástund.
  5. Setjið flórsykurinn út í, einn dl í einu, og hrærið vel á milli.
  6. Blandið stöpppuðum banana út í.
  7. Eins er hægt að sleppa banananum og setja vanilludropa í kremið í staðinn.
  8. Smyrjið yfir kökuna og vefjið hana varlega upp í rúllu og pakkið þétt inn í bökunarpappír og síðan í plast.

Þessi kaka er mjög góð rjómaterta. Þá er þeyttur rjómi látinn á milli og e.t.v. banani, jarðarber eða vínber saman við rjómann. Gott fyllt súkkulaði er einnig afar ljúfengt út í rjómann ásamt ávöxtunum.

Hægt að skreyta tertuna með þeyttum rjóma og e.t.v. jarðarberjum. Oft baka ég 1 ½ uppskrift, þegar ég vil búa til myndarlega rjómatertu.